







Leikföt Ellenar
Peysan hennar Ellenar er með einföldu gataprjóni og bleyjubuxurnar eru í sléttprjóni.
Bleyjubuxurnar eru prjónaðar ofan frá. Mittislíningin er tvöföld svo hægt sé að þræða teygju í gegn.
Peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjón (60 eða 80 cm) ofan frá, og er með einföldu og stílhreinu gatamynstri. Axlarstykkið er mótað með laska-útaukningum og ermarnar eru prjónaðar í hring með sokkaprjónum. Þið getið líka sleppt gatamynstrinu og prjónað sléttprjón til að fá einfaldari peysu sem er ekki eins stelpuleg.
Stærðir: 0-2 (2-4) 4-6 (6-9) 9-12 (12-18) 18-24 mánaða
Bleyjubuxur: Mittismál: 38 (42) 44 (46) 48 (50) 52 cm
Peysa: Ummál: 43 (46) 50 (52) 54 (56) 60 cm
Lengd: 21 (25) 27 (29) 31 (33) 35 cm
Leiðbeinandi prjónar: 2,5 mm og 3 mm (40 og 60-80 cm) hringprjónar, 2,5 mm og 3 mm sokkaprjónar
Prjónfesta: 28 L x 38 umf í sléttprjóni með 3 mm prjónum = 10 x 10 cm
Efni: 100 (100) 150 (150) 150 (200) 200 g Merci frá Filcolana (50 g = 200 m) eða sambærilegt garn, 8 tölur
Sværhedsgrad: ★ ★ ★ (3 ud af 5).
Se klassifikationen af sværhedsgrad her.
Opskriften sendes som PDF-fil til din mail.